Hlaðvarp Almenna, lífeyrismál á mannamáli

#6 Skipting lífeyrisréttinda milli hjóna


Listen Later

Hjónum og sambúðarfólki stendur til boða að jafna lífeyrisréttindi sín. Úrræðið skiptir sérstaklega miklu máli þegar mikill munur hefur verið á tekjum á milli hjóna eða sambúðarfólks á starfsævinni, til dæmis ef annað hjóna er heimavinnandi en hitt aflar tekna á vinnumarkaði. 

Í þessum þætti af Hlaðvarpi Almenna ræða Þórhildur Stefánsdóttir ráðgjafi hjá Almenna og Halldór Bachmann kynningarstjóri Almenna við Þórey S. Þórðardóttur, framkvæmdastjóra Landssamtaka lífeyrissjóða um málið.

Meðal annars verður leitast við að svara því hvort skipting lífeyrisréttinda henti öllum hjónum eða sambúðarfólki, hvernig ferlið gengur fyrir sig og hvort ljúka þurfi skiptingu fyrir ákveðinn aldur.

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Hlaðvarp Almenna, lífeyrismál á mannamáliBy Almenni lífeyrissjóðurinn