Í sjöunda þætti Moldvarpsins fjöllum við um Ingstad hjónin, hvernig þau fundu húsarústir norrænna landnema í L'Anse aux Meadows, Kanada og hvað fornleifarnar segja okkur um þetta ævintýranlega tímabil í mannkynssögunni. En af hverju gáfust víkingarnir upp á Ameríska draumnum?
Aftur til Grænlands. Hvað ef að heill fataskápur af kjólum og höttum væri settur í frystikistu í 600 ár? Hvað með heilan bóndabæ? Af hverju hvarf norræna nýlendan á Grænlandi? Lirfur? Átök við Inúíta? Eða bara ísköld hagfræði? Af hverju tók enginn eftir því að hún hvarf?
Þáttagerðin er styrkt af Fornminjasjóði.