Moldvarpið

8. Steinkista Páls biskups: Demba, djásn og dýrlingar


Listen Later

Steinkista Páls Jónssonar Skálholtsbiskups (d. 1211) var talin goðsögn eða með öllu týnd þar til hún fannst óvænt við fornleifarannsókn í Skálholti 1954.
Hver var Páll biskup? Af hverju var hrúga af brenndum beinum í kistunni? Af hverju að grafa sig í 730 kg steinhnullungi? Hvernig týnist eða gleymist slík gröf? Snædís reynir að reikna út hvað bygging grafhýsis kostaði á 13. öld. Arthur verður að fá svör við því nákvæmlega hversu mikið af heilögum Þorláki var komið fyrir í heilaga Þorláksskríninu. Þessar vangaveltur og margt margt fleira í þessum þætti Moldvarpsins!
Það er "fullkomlega egypzk stemming" í þessum þætti svo komið ykkur vel fyrir, heyrnatól í eyrun og popp í skál. Njótið!
Moldvarpið fer eftir þennan þátt í pásu í einhvern tíma en við komum vonandi bráðlega aftur með brakandi fornt efni fyrir ykkur.
Þáttagerðin er styrkt af Fornminjasjóði.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

MoldvarpiðBy Moldvarpið