Markmannshanskarnir hans Alberts Camus

Áttundi þáttur - Leitin að hinum sanna snillingi

03.04.2019 - By RÚVPlay

Download our free app to listen on your phone

Download on the App StoreGet it on Google Play

Í áttunda og síðasta þætti Markmannshanskanna hans Alberts Camus veltir Guðmundur Björn Þorbjörnsson því fyrir sér hvort ákveðnir íþróttamenn geti talist til snillinga. Er það Michael Jordan, Serena Williams, Magnus Carlsen eða Lionel Messi? Margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Snillingur er ekki það sama og snillingur, og hér er lagður dómur á það hvaða kríteríu hinn eini sanni íþróttasnillingur þarf að hafa, til þess að komast í gegnum nálaraugað og verða útnefndur snillingur snillinganna. Og það er að sjálfsögðu Mozart, snillingur sem á sér enga líka, sem fylgir okkur alla leið í þessari leit.

Tæknimenn þáttarins eru Hrafnkell Sigurðsson og Davíð Berndsen. Lesarar eru Vera Illugadóttir, Guðni Tómasson og Halldór Armand.

More episodes from Markmannshanskarnir hans Alberts Camus