Seinni þáttur um blúsarann Blind Willie Johnson sem hljóðritaði 30 lög á tímabilinu desember 1927 til apríl 1930, aðallega gospel lög með blúsáhrifum. Hann var predikari seinni hluta æviinnar og dó úr vosbúð 1945. Eitt laga hans var valið sem fulltrúi mannkyns þegar Voyager geimfarið var sent í könnunarleiðangur út í himingeiminn 1977.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.