
Sign up to save your podcasts
Or


Víðförli hefur sig á loft með nýrri sálmabók. Rætt við söngmálastjóra kirkjunnar Margréti Bóasdóttur hina vínrauðu söngbók sem helguð var til þjónustunnar í dag 13. nóvember. Fyrri hluti þáttarins inniheldur fyrri hluta viðtalsins við Margréti en síðari hlutinn er á dagskrá í næsta þætti. (Einnig bónusefni síðar meir) Í seinni hlutanum eru skoðuð sóknarfæri sóknanna - ef svo má segja - en rætt er við Dr. Bjarna Snæbjörn Jónsson sem fór fyrir stýrihópi um stefnumótun kirkjunnar á síðasta ári. Staðan tekin, horft út og suður, inná við og útavið en viðtalið fór fram eftir fyrri lotu yfirstandandi Kirkjuþings. Seinni lotan fyrir jól fer fram í næstu viku en nú mótar nýtt þing áherslurnar fyrir næstu misseri ásamt forystunni á rekstrarstofu í nýju skipuriti. Fróðlegt viðtal um sýn ráðgjafans á eitt og annað sem snýr að söfnuðum landsins og samstarfi þeirra sem leitt er af þjónustumiðstöð kirkjunnar. Sterkir punktar sem Bjarni vildi ræða frekar - svo... meira síðar!
Umsjónarmaður Víðförla er Arnaldur Máni Finnsson en upptökur fóru fram í hljóðstofu kirkjunnar við Vonarstræti.
By Víðförli HljóðvarpVíðförli hefur sig á loft með nýrri sálmabók. Rætt við söngmálastjóra kirkjunnar Margréti Bóasdóttur hina vínrauðu söngbók sem helguð var til þjónustunnar í dag 13. nóvember. Fyrri hluti þáttarins inniheldur fyrri hluta viðtalsins við Margréti en síðari hlutinn er á dagskrá í næsta þætti. (Einnig bónusefni síðar meir) Í seinni hlutanum eru skoðuð sóknarfæri sóknanna - ef svo má segja - en rætt er við Dr. Bjarna Snæbjörn Jónsson sem fór fyrir stýrihópi um stefnumótun kirkjunnar á síðasta ári. Staðan tekin, horft út og suður, inná við og útavið en viðtalið fór fram eftir fyrri lotu yfirstandandi Kirkjuþings. Seinni lotan fyrir jól fer fram í næstu viku en nú mótar nýtt þing áherslurnar fyrir næstu misseri ásamt forystunni á rekstrarstofu í nýju skipuriti. Fróðlegt viðtal um sýn ráðgjafans á eitt og annað sem snýr að söfnuðum landsins og samstarfi þeirra sem leitt er af þjónustumiðstöð kirkjunnar. Sterkir punktar sem Bjarni vildi ræða frekar - svo... meira síðar!
Umsjónarmaður Víðförla er Arnaldur Máni Finnsson en upptökur fóru fram í hljóðstofu kirkjunnar við Vonarstræti.