Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu.Gestur þáttarins að sinni er brjóstagjafaráðgjafinn og Vestfjarðar-Valkyrjan Hallfríður Kristín Jónsdóttir, betur þekkt sem Frí-ða-nipple Hún fjallar um starf brjóstagjafaráðgjafans og þá miklu menntun og kröfur sem liggja að baki þeim titli Fríða brennur fyrir það að styðja við konur í þeirra brjóstagjöf og hefur metnað fyrir aukinni þekkingu meðal bæði heilbrigðisstarfsfólks og verðandi og nýrra foreldra almenntSpjallið fer á flug um sögu, menningu, tölfræði, sorgir og sigra þegar kemur að brjóstagjöf og deilir Fríða skemmtilegum sögum úr lífi og starfi.