Á meðan Danslagakeppni SKT stóð sem hæst komu upp deilur sem urðu til þess að keppnin var ekki haldin árið 1957 og ekki heldur 1959 og 1960. Félag íslenskra dægurlagahöfunda FÍD hélt danslagakeppni árin 1957 og 1958 þar sem öllum landsmönnum var gefinn kostur á að senda inn lögin sín. Lög eftir eftirtalda höfunda hljóma í þættinum: Valdimar Auðunsson, Þórunni Franz, Ólaf Gauk og Jón Sigurðsson, Jón Jónsson frá Hvanná, Óðin G. Þórarinsson, Þórhall Stefánsson, Ágúst Pétursson, Jóhannes G. Jóhannesson og Guðjón Matthíasson.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.