Teymisþjálfarinn

Dr. Catherine Carr


Listen Later

Nú er komið að sjónarhorni handleiðslumeistara og reynslubolta í þjálfun teymisþjálfara sem og í teymisþjálfun, og það er engin önnur en Dr. Catherine Carr.

Ég var svo heppinn að kynnast henni í teymisþjálfunarnámi sem ég var í fyrir nokkrum árum og fékk að velja hana sem handleiðara í því námi. Það hélt áfram eftir námið en ekki nóg með það heldur var ég (og nemendurnir 😀) svo ljómandi heppinn að fá hana til liðs við mig með teymisþjálfunarnámið sem ég býð upp á hér á landi, þar sem hún sér um handleiðslu þátttakenda.

Hún er stjórnenda- og teymisþjálfari, kennari (Systemic Team Coaching), rithöfundur, handleiðari og margt fleira. Það er skemmtilegt frá að segja að bókin Team of Teams, sem hún skrifar með Dr. Peter Hawkins, kemur út núna í júní 2025.

Í þættinum segir hún okkur frá hennar vegferð og við skoðum allskonar varðandi teymisþjálfun, til dæmis hvernig eitt stykki teymisþjálfunarvegferð með teymi getur litið út. Samtalið er á ensku.

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

TeymisþjálfarinnBy Örn Haraldsson