Heimildaþættir

Einhver sem hefur litið til með þér lengi


Listen Later

Um Þorstein frá Hamri.
Þorsteinn frá Hamri andaðist þann 28. janúar 2018. Hann hefði orðið áttræður í mars sama ár, nánar tiltekið þann 15. Og á þessu ári eru 60 ár liðin frá útkomu fyrstu ljóðabókar Þorsteins, Í svörtum kufli, sem kom út árið 1958, þegar Þorsteinn var tvítugur. Þorsteinn var fyrir löngu orðinn eitt af merkustu skáldum þjóðarinnar, á síðari tímum. Í þættinum verður fjallað um skáldskap Þorsteins, og manninn sjálfan.
Viðmælendur í þættinum eru Ásdís Kvaran, Bragi Kristjónsson, Guðrún Nordal, María Kristjánsdóttir og Vésteinn Ólason, auk þess sem Kolbeinn Þorsteinsson, sonur Þorsteins, les úr óbirtum endurminningum skáldsins, sem bera yfirskriftina Tímar takast í hendur.
Umsjón: Eiríkur Guðmundsson.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimildaþættirBy RÚV