Spænska veikin varð fimmtíu til hundrað milljónum að bana þegar hún reið yfir heimsbyggðina fyrir hundrað árum. Saga veikinnar á Íslandi er rakin í tveimur þáttum. Seinni þátturinn fjallar um hörmungarnar á mörgum þéttbýlisstöðum þegar meirihluti íbúa veiktist og margir dóu. Sagðar eru sögur af fólki sem lifði og fólki sem dó og hvernig landsmenn brugðust við.
Umsjón: Brynjólfur Þór Guðmundsson.
Tæknimaður: Úlfhildur Eysteinsdóttir.