Þriðji og síðasti þáttur.
Í þáttunum er rætt við nokkra íbúa á Hrafnistu í Hafnarfirði og Reykjavík, sem fæddir eru á fyrri hluta síðustu aldar. Þau rifja upp bernskuminningar frá æskustöðvunum og segja einnig frá því hvernig jólahaldi var háttað á þeirra heimilum.
Í þessum þætti er rætt við Valgarð Briem og Báru Jónsdóttur. Við heyrum meðal annars frásagnir um unga manninn sem dreymdi um að verða bóndi en varð lögmaður og hvernig heimilislífið var í stóru húsi í miðbænum. Við heyrum líka um lífið úti á landi þegar hermennirnir léku við krakkana og skemmtilegast var að fara í berjamó í sólskininu. Og af hverju létu foreldrar eitt barnið úr barnahópnum sínum yfir á næsta bæ?
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir.