Alvarpið

Fillifjónkan 10. þáttur – Díana


Listen Later

Júlía átti erfiðan dag er hún varð fyrir því að úlpuklæddur maður gekk á hana og eyðilagði skóinn hennar, rétt áður en kaffið lak og hún sullaði indverskum mat í rúmið. Lára er nýkomin af skipulögðu vinadeiti með manneskju sem reyndist efast um tunglendinguna en er viss um að eðlufólkið ofsæki sig.

Júlía reynir að þrauka síðustu dagana í New York þrátt fyrir að sambýlingar hennar séu kakkalakkafeðgar sem vilja bara láta taka af sér höfuðið og kúra.

Þær ræða um fallnar stjörnur og hvort að þær hafi verið jafn heilagar í lifanda lífi og eftir dauða sinn. Lára reynir að sættast við að geta aldrei aftur farið á tónleika með Prince og reynir að botna í því hvernig hárið á Lafði Dínönu var alltaf vel blásið.

Júlía saknar þess að fara á miðnæturopnun í Smáralind, drekka freyðivín og sjá þar Siggu Kling bregða fyrir á hverju horni með nýjan hatt.

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

AlvarpiðBy Alvarpið