Alvarpið

Fillifjónkan 15. þáttur – Kringlukráin


Listen Later

Þessi þáttur er tileinkaður minningu um Hlemm RVK sem heiðarlegs pullustinkandi strætóstopps.

Lára sem býr enn í Stokkhólmi er nýkomin úr Íslandsreisu þar sem hún keypti sér blóðbergste, kastaði hrísgrjónum í mágkonu sína undir kampavínshimni og fékk sér freyðivín á Hlemmi. Hún lofar að fara brátt í áruhreinsun.

Júlía, sem núna býr í LA með bleikan himinn og sundlaug í garðinum, fékk glænýja tarotspá frá konu með ódýran varalit á Venice beach. Spákonan lofaði henni að hún myndi synda í peningum í náinni framtíð. Hún ákveður að spandera öllu sínu fé í hlustendur Fillífjónkunnar. Hún flytur þakkarávarp til Kringlukráarinnar og ákveður að breyta nafninu sínu í Carmel.
Niðurstaða þáttarins: Pungurinn bregst.

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

AlvarpiðBy Alvarpið