Alvarpið

Fillifjónkan 16. þáttur – Íkorninn


Listen Later

Fillífjónkan dregur enn eitt tarotspilið og kemst að því að það eru peningar í kortunum. Hún ákveður að stinga þeim undan skatti og eyða svo öllu í tyggjókúluvélina í Smáralind.

Lára heldur upp á sumarið hennar Britt í Stokkhólmi, Júlía fer heim til Sigurjóns Sighvats til að kjósa til alþingis, en mest til að finna Luke Perry og Brendu úr 90210.

Fillifjónkan gerir grein fyrir atkvæði sínu í Alþingiskosningum og ræðir list og stjórnmál frá sjónarhorni eilífðarunglinga.

Lára skálar í heila helgi fyrir Þjóðskrá og drekkur fernuvín með röri uppi í rúmi. Júlía uppgötvar að one-linerarnir í Blade runner séu enn tilgerðarlegri en ljóðin hennar.

Spurningar þáttarins:

Er ástæða til að strauja eitthvað annað en perlur?

Hvað varð um hundaæðissmitaða íkornann sem gekk berserksgang í Prospect park?
Er möguleiki að ná frama án þess að kasta heftara í hausinn á næsta manni?
Heitir einhver núlifandi Íslendingur Þjóðhildur?

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

AlvarpiðBy Alvarpið