Alvarpið

Fillifjónkan 21. þáttur – Bono og eyðimörkin


Listen Later

Fillífjónkan lofsyngur tunglið og Dolly Parton í þessum 21. þætti.

Júlía er nýkomin úr allsherjarbíltúr um Californiu og segir frá misgæðalegum mótelum, höfrungadansi í sólsetrinu og eyðimörkinni þar sem hún gisti í sama herbergi og Bono (ekki á sama tíma). Hún heldur blóðheita ræðu um þjóðgarða sem því miður rataði í þáttinn.

Lára sem líkt og Fönixinn er nýrisin úr veikindum hefur stórfregnir af lífi sínu í Stokkhólmi að færa, og stendur frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort hún eigi að halda upp á tíðindin með því að kaupa sér lopapeysu eða múmínálfadragt.

Dolly Parton á innkomu og Lára fær tarotspil dagsins sem er krypplingahvalur, en sá kemur til með að sigla hana í ný ævintýri.

Leiðrétting:

Annar hluti FIllifjónkunnar vill koma því á framfæri að Júlía er ekki með blaðsíðu 207 úr Gamla testamentinu húðflúraða yfir bakið til að ala upp guðhræðslu í strandargestum.

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

AlvarpiðBy Alvarpið