Alvarpið

Fillifjónkan 8. þáttur – Ródtripp


Listen Later

Það er verslunarmannahelgi og Lára og Júlía eru nýkomnar úr ródtrippi, Lára um Svíþjóð en Júlía um Bandaríkin. Lára heimsótti vinafólk sitt í glæsivillu og sá hallir sem líktust ekkert sumarbústöðum í Munaðarnesi heldur frekar kirsuberjadal í Narniu. Júlía komst að því að það er Burger king á 7 metra fresti á þjóðvegi 66 þar sem hægt er að fá supersize Hi-C á dælu.

Þær prísa sig sælar að vera ekki a þjóðhátíð í eyjum en sakna samt fjölskyldunnar, torfbæjanna, söngs hrossagauksins (sem hljómar eins og manneskja að hlæja án þess að brosa) og þess að búa í landi sem státaði af 3. besta stangastökkvara í heimi nítíuogeitthvað. Lára rifjar upp þegar hún laug í atvinnuumsókn að hún væri með bílpróf og fékk óvart vinnuna, og hve erfið fæðing bílprófið var. Júlía sem mun flytja til LA á næstunni mun ekki stýra ökutæki eftir að hafa tekist að fletja út heiðagæs í fyrsta ökutímanum. Lára fær áskorun um að byrja að rækta gúrkur, til heiðurs allra gúmmítöffara heimsins og hún lofar að lána Júlíu kandíflossvél og karókívél fyrir fertugsafmælið eftir 10 ár.

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

AlvarpiðBy Alvarpið