Tveir þættir um Grýlu og hyski hennar.
Í fyrri þættinum er þessi óvætt skoðuð meðal annars í gegnum mat og matarsiði, bæði hennar og okkar mannfólksins. Fjallað verður um Grýlukvæði, þjóðsögur um tröll og fleira, sem lýsa Grýlu og hennar hyski sem hvorutveggja í senn: jólavætti og innrásarliði sem sækist í mat.
Umsjón: Bryndís Björgvinsdóttir.
Lesari: Bergsteinn Sigurðsson.
Viðmælendur: Kristín Einarsdóttir, Aðalheiður Guðmundsdóttir, Dagrún Ósk Jónsdóttir og Kormákur Karl Gunnarsson. Einnig verða spilaðir hljóðbútar af vefnum ismus.is sem haldið er úti af Árnastofnun.