Í Krakkavikunni í kvöld verður farið yfir helstu Krakkafréttir. Þar verður meðal annars rætt við fótboltakrakka í Grindavík sem fengu að snúa aftur á æfingu, fjallað verður um glóandi myndir af Júpíter og uppáhaldsbók í Krakkakiljunni. Í kvöld segir Móey bókaormur frá bókinni Koparborgin.
Gestir:
Móey Kjartansdóttir, bókaormur
Atli Dagur og Dagmar Edda, barnaþingsmenn
Sesselja Traustadóttir hjá Hjólafærni á Íslandi
Mikael Máni og Marinó Freyr, UMFG
Anna Ýr og Natalía Nótt, UMFG
Jón Arnór Pétursson, leikari
Vala Frostadóttir, leikkona
Umsjón: Jóhannes Ólafsson