Víðsjá

Hreinn Friðfinnsson, María Elísabet Bragadóttir, Íslensku myndlistarverðlaunin,Eitruð lítil pillla

02.29.2024 - By RÚVPlay

Download our free app to listen on your phone

Download on the App StoreGet it on Google Play

Við hittum Styrmi Örn Guðmundsson myndlistarmann við verkið Klett eftir Hrein Friðfinnsson í þætti dagsins. Verkið var fyrst sett upp í Berlín 2017 en er nú til sýnis í Ásmundarsal. Hreinn fæddist á Bæ í Dölum 1943 og útskrifaðist frá Handíða- og myndlistaskóla Íslands 1960. Hann var einn af stofnendum SÚM hópsins og er oft kallaður einn af frumkvöðlum hugmyndalistar hér á landi. Hann fluttist til Amsterdam 1971 þar sem hann hefur búið allar götur síðan. Og þar starfaði Styrmir Örn með honum í rúman áratug.

Í hádeginu var tilkynnt um þrettán tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins og meðal tilnefninganna er bók Maríu Elísabetar Bragadóttur Sápufuglinn. Við tökum Maríu tali um verðlaunin og bókina í þætti dagsins.

Einnig rýnir Nína Hjálmarsdóttir í söngleikinn Eitruð lítil pilla sem var frumsýndur var í Borgarleikhúsinu um liðna helgi.

En við hefjum þáttinn á því að tilkynna hvaða listamenn eru tilnefndir til Myndlistarverðlauna Íslands.

More episodes from Víðsjá