Vitinn

Ingibjörg Einarsdóttir - Stóra upplestrarkeppnin


Listen Later

Allt þetta hófst nú í Hafnarfirði!

Ingibjörg Einarsdóttir er ein af upphafsmanneskjum Stóru upplestrarkeppninnar og hefur fylgt þessu merka framtaki allt frá upphafi en saga keppninnar spannar alls 24 ár. 

Í þessu viðtali heyrum við um bakgrunn Ingibjargar sem hefur alla tíð búið í Reykjavík en tengst Hafnarfirði sterkum böndum í starfi. Frá sjö ára aldri var hún staðráðin í því að verða kennari en alls kenndi hún í 25 ár. Síðar varð Hafnarfjarðarbær starfsvettvangur Ingibjargar þar sem hún starfaði á skólaskrifstofu í 20 ár eða frá 1996.  

Stóra upplestrarkeppnin á upphaf sitt í Hafnarfirði veturinn 1996-1997 sem tilraunaverkefni um upplestur en hefur síðan breiðst út um allt land. Keppnin snýst ekki um að komast fyrstur í mark heldur um þjálfun og vanda sig í upplestri. Vandvirkni, virðing og ánægja eru einkunnarorð keppninnar.  

Ingibjörg deilir með hlustendum kraftaverkasögum um börn sem voru seinlæs en stóðu svo uppi sem sigurvegarar. Börnum af erlendum uppruna hefur einnig vegnað vel í keppninni.  

Þessi merkilega keppni hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu 16. nóvember og lýkur í mars með því að valdir eru þrír bestu upplesarar í hverju byggðarlagi, eða í umdæmi hverrar skólaskrifstofu.  

Lokahátíðin í Hafnarfirði er ávallt haldin í Hafnarborg og í ár fer hún fram 26. maí en vegna Covd-19 þurfti að færa hátíðina aftur um tvo mánuði.

Í þættinum viðrar Ingibjörg nýjar hugmyndir um framtíð keppninnar sem hefur haldist nánast óbreytt í nær aldarfjórðung.

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

VitinnBy Hafnarfjarðarbær