Lífæðar landsins

Jarðhræringar III: Upplýsingamiðlun þegar mikið liggur við


Listen Later

Þegar fyrirtæki glíma við krísur er mikilvægt að réttar og ábyrgar upplýsingar komist hratt og vel til hagaðila, fjölmiðla og almennings. Það getur verið krefjandi í mikilli óvissu og undir miklu álagi eins og í jarðhræringunum á Reykjanesi og hvað þá þegar allir eru orðnir sín eigin fréttastofa með snjallsíma í vasanum.

Upplýsingafulltrúarnir Birna Lárusdóttir hjá HS Orku, Sigrún Inga Ævarsdóttir hjá HS Veitum og Steinunn Þorsteinsdóttir hjá Landsneti, fara yfir mikilvægi góðra samskipta í þættinum og reynslu sína af að miðla upplýsingum til réttra aðila þegar mikið liggur við.

Myndböndin sem vísað er til í þættinum má sjá á Vimeo síðu Samorku.

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Lífæðar landsinsBy Samorka