Víðsjá

Þjóðarópera, Halla Einarsdóttir og D-vítamín, La nueva cancion Chilena

05.02.2024 - By RÚVPlay

Download our free app to listen on your phone

Download on the App StoreGet it on Google Play

Fyrir rétt rúmri viku var mælt fyrir breytingu á lögum um sviðslistir þar sem stofnað er til nýrrar Þjóðaróperu. Gestur Víðsjár í dag verður Finnur Bjarnason, óperusöngvari og verkefnisstjóri um stofnun Þjóðaróperu sem unnið hefur að málinu á síðustu mánuðum. Hann segir okkur frá þessari þróun í þættinum.

D-vítamín í Hafnarhúsi líkur á sunnudag svo það fer hver að verða síðastur að sjá hvað listamenn af yngri kynslóðinni eru að hugsa, en ákveðna þræði má greina í verkunum. Fókus á mennskuna, handverkið og söguna eru áberandi þræðir á sýningunni og Halla Einarsdóttir kafar einmitt ofan í sögu kvenna frá fyrri öldum og setur fram í áhugaverðu verki. Hún mun flytja gjörning í verkinu í kvöld og verður gestur Víðsjár í dag.

Þorleifur Sigurlásson fjallar um tónlistarstefnu sem varð til í Chile og breyddist út um alla Suður-Ameríku.

More episodes from Víðsjá