Hlaðvarp Heimildarinnar

Þjóðhættir – Sjálfbærni og sköpun á Hallormsstað

10.24.2022 - By HeimildinPlay

Download our free app to listen on your phone

Download on the App StoreGet it on Google Play

Í þættinum ræðir Vilhelmína við Sigrúnu Hönnu Þorgrímsdóttur þjóðfræðing en hún starfar sem fagstjóri náms í sjálfbærni og sköpun við Hallormsstaðaskóla.

Sigrún Hanna segir frá náminu í Hallormsstaðaskóla. Skólinn er staðsettur í miðjum Hallormsstaðaskógi, í afar fallegu og reisulegu húsi sem áður hýsti Hússtjórnarskólann á Hallormsstað. Námið byggir því á sterkum grunni en í 90 ár hefur kennsla á Hallormsstað einkennst af áherslum á nýtingarmöguleika og sjálfbærni. Námsumhverfið er einstakt og er umhverfið allt mikilvægt kennslurými enda er lögð áhersla á staðbundin hráefni og auðlindir í náminu.

Við skólann er nú boðið upp á 60 eininga þverfræðilegt nám á háskólastigi í sjálfbærni og sköpun. Í náminu er lögð áhersla á sjálfbærniþekkingu, vistkerfisvitund, siðferði náttúrunytja og að nemendur tileinki sér skapandi og gagnrýna hugsun. Námið er bæði bóklegt og verklegt sem og mjög verkefnamiðað. Í náminu er rík áhersla lögð á handverks- og náttúruþekkingu og nemendur um leið hvattir til að takast á við hin stóru viðfangsefni samtímans. Í náminu er einnig lögð sérstök áhersla á hagnýtingu og segir Sigrún Hanna frá áhugaverðum fyrirtækjum sem fyrrum nemendur hafa stofnað eftir nám í skólanum.

Þá segir Sigrún Hanna frá yfirstandandi doktorsrannsókn sinni við Gautaborgarháskóla. Þar rannsakar hún samband fólks og handverks við uppgerð eldri húsa. Að gera upp gamalt hús er stórt og oft flókið verkefni. Í gegnum það ferli fær fólk oft og tíðum aukinn áhuga og ástríðu fyrir handverki og tileinkar sér vinnubrögð og verkþekkingu. Sigrún Hanna ræðir ólík viðhorf sem birtast í tengslum við þetta ferli og hvernig rannsaka má þekkingu í gegnum handverk.

Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir og Vilhelmína Jónsdóttir kennarar í þjóðfræði við Háskóla Íslands.

More episodes from Hlaðvarp Heimildarinnar