Leiknar eru nokkrar lagasyrpur með íslensku tónlistarfólki frá miðri síðustu öld. Elsta syrpan er frá 1942 og er í flutningi Danshljómsveitar Bjarna Böðvarssonar. Síðan hljóma syrpur með Alfreð Clausen og Konna frá 1954 og 1957, og nokkrar syrpur sem Hljómsveit Magnúsar Péturssonar hljóðritaði fyrir Dansskóla Hermanns Ragnars árið 1960.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.