Leikin eru lög og textar sem Jóhann G. Jóhannsson samdi og hinar og þessar hljómsveitir og söngvarar tóku til flutnings á hljómplötum sínum. Í þessum þætti leikur Upplyfting lögin Traustur vinur, Sumar og sól og Nýir dagar. Hljómsveitin Haukar flytur lögin Tjaldferðin og Í leti. Brunaliðið flytur lögin Stend með þér og ég get það og Pálmi Gunnarsson flytur lögin Hvers vegna varst' ekki kyrr? og Öllu öðru en þér.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.