Leikin eru lög eftir bandarísku lagasmiðina Jerry Leiber og Mike Stoller, sem íslenskt tónlistarfólk flytur. Flytjendur eru Berti Möller og Hljómsveit Svavars Gests, Stefán Jónsson og Lúdó sextett, SAS tríóið, Andrea Gylfadóttir og Blúsmenn, Björgvin Halldórsson í hlutverki Bödda Billó, Lónlí blú bojs, Laddi, Friðrik Óma, Roof Tops og Hundur í óskilum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.