The fjortaktur's Podcast

Manngerving - Hættur hennar og ábati


Listen Later

Þáttur vikunnar fjallar um stóra vísindalega skilgreiningu sem tengist öllu sem við upplifum og gerum við dýrahald! Manngerving (e. Anthropomorphism) er innvinklað í alla hegðun mannskepnunnar, enda er það hennar helsti eiginleiki að reyna að skilja eðli alls, hvort sem að baki því er vísindaleg nálgun eða ekki. 

Manngerving er ástæða þess að við tengjumst dýrunum okkar, hvati okkar til þess að halda áfram að þjálfa þau og elska þau. Við förum yfir hvað þetta er, hvað þetta þýðir, hverjir ábatarnir eru og afhverju þetta getur komið í veg fyrir framfarir eða jafnvel ógnað velferð dýranna okkar!  

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

The fjortaktur's PodcastBy fjortaktur