Með Ófærð á heilanum

Mjólk með kjötsúpu og rándýrt hönnunarljós


Listen Later

Björg Magnúsdóttir fjölmiðlakona og Níels Thibaud Girerd sýningastjóri hjá Íslensku óperunni eru gestir Snærósar Sindradóttir í þessum fyrsta þætti af Með Ófærð á heilanum. Í þættinum er farið yfir víðan völl og oní minnstu smáatriði í fyrsta þætti Ófærðar 3. Passa innréttingarnar í íbúð Andra Ólafssonar við persónu hans? Er meðvirkni séríslenskur plagsiður? Hversu þrúgandi er nærvera Norrænu í smábænum og hversu mikið vesen mun fylgja leðurklæddu herdeildinni sem kom óvænt með skipinu í lok þáttarins?
Þátturinn er smekkfullur af spilliefni úr fyrsta þætti Ófærðar 3 svo aðvörunar skal gætt.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Með Ófærð á heilanumBy RÚV