Stefán Pálsson sagnfræðingur og Diljá Ámundardóttir varaborgarfulltrúi komu sér fyrir í betri stofunni ásamt Snærós til að fara yfir æsispennandi Ófærðarþátt, sem svo vill til að er sá næstsíðasti í þáttaröðinni. Uppgjöf við karlmennskuhugmyndir var óvenju fyrirferðamikið í þættinum og síendurtekið verið að stinga á einhverjar hörkutólahugmyndir og æskuáföll.