Þáttastjórnendur voru í urrandi Söngvakeppnisgír enda er nú nákvæmlega ein vika þar til fyrri undanúrslitin fara fram í Háskólabíói þann 9. febrúar næstkomandi. Öll fimm lögin á fyrra kvöldinu voru spiluð ásamt öðrum vel völdum smellum úr nútíð og þátíð í bland við fasta liði.
Gestir þáttarins voru þau Þuríður Blær Jóhannsdóttir leikkona og rappari sem og Aron Már Ólafsson leikaranemi og samfélagsmiðlastjarna en einnig sá sem fer með hlutverk Víkings í Ófærð 2. Þau ræddu um heima og geima og voru skemmtileg eins og þeim einum er lagið.