Heiðurshjónin og Ítalíubúarnir Ása María Reginsdóttir og Emil Hallfreðsson kíktu í Morgunkaffið í fyrsta þætti ársins 2019. Ýmislegt bar á góma í spjallinu, fótbolti, ólívuolíur, Ítalía, matur, vín og fleira og fleira.
Fastir liðir eins og venjulega voru líka á sínum stað. Barnatíminn með Megasi, kaffilagið og svo fóru þau Gísli og Björg aðeins yfir hvað mun einkenna nýja árið.