Systrabörnin Auður Jónsdóttir og Halldór Laxness Halldórsson, listamenn og barnabörn Laxness kíktu í Morgunkaffi og sögðu skemmtisögur af uppvexti í Mosfellsdal. Við fórum einnig yfir verkefni sem eru framundan hjá þeim, grín, skáldskapur, ljóðagerð og sitthvað fleira.
Tónlistarkonan Lay Low eða Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir kom svo í seinni hluta þáttarins og ræddi við okkur lífið í Ölfusi, tónlistina, upprunann og margt annað.