Gísli Marteinn og Björg vöknuðu snemma með þjóðinni á þessum góða degi þar sem sólin skein. Fastir liðir voru á sínum stað sem og gestalistinn! Gestir dagsins voru þau Bríet tónlistarkona, sem hefur skotist allhressilega inn á sjónarsviðið allra síðustu misseri, og stórleikarinn Björn Thors. Björn stendur líka í ströngu þessa dagana, er í upptökum á sjónvarpsþáttunum Valhallar-morðunum, leikur í sýningunni Fólk, staðir, hlutir í Borgarleikhúsinu og er að æfa sýninguna Bæng! Mikið hlegið og mikið drukkið af kaffi.