Jóhann Alfreð Kristinsson leysir Gísla Martein af í þætti dagsins, sem er í aðventuferðalagi. Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona og leikstjóri kom í fyrri hluta þáttarins og ræddi við okkur leikhúsið, Rocky Horror og nýjustu afurðina, jólasýningu Borgarleikhússins í ár sem hún leikstýrir en verkið er Ríkharður III eftir Shakespeare.
Á seinni klukkutímanum komu þeir Grétar Theodórsson almannatengill og Árni Helgason lögmaður en þeir sjá um hlaðvarpsþáttinn Hismið. Frasar, raunhagkerfið, heiðarlegur matur, uppistand og fleira og fleira bar á góma.