Í þættinum leiða Björg Magnúsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson hlustendur inn í nýjan dag og spila skemmtilega tónlist sem hefur tengingar inn í ýmis málefni líðandi stundar. Donna Cruz og Högni Egilsson líta í heimsókn og ræða um kvikmyndina Agnesi Joy þar sem Donna fer með aðalhlutverk og tónlist og kvikmyndaverk sem Högni vinnur að. Þau ræða líka hvers vegna ekki eru fleiri Íslendingar af erlendum uppruna í kvikmyndum.