Arnmundur Ernst Bachmann leikari og söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð eða GDRN tónlistarkona mættu fersk og glöð í morgunkaffi til Gísla og Bjargar. Lokaþáttur Ófærðar er á morgun en þar fer Arnmundur Ernst með stórt hlutverk og GDRN fékk fjölmargar tilnefningar í vikunni til Íslensku tónlistarverðlaunanna.