Gunnar Nelson bardagakappi mætti í morgunkaffi á þessum ágæta laugardegi til Gísla Marteins og Bjargar. Hann tók föður sinn Harald Dean Nelson með sér. Auðunn Blöndal fjölmiðlamaður kom líka við í Efstaleitinu og sagði m.a. frá nýrri sjónvarpsseríu Atvinnumönnunum okkar sem fer í loftið um næstu helgi.