Morgunkaffið var með örlítið öðruvísi sniði en venjulega. Gestastjórnandi þáttarins var Þórunn Elísabet Bogadóttir fjölmiðlakona í dvala eins og hún lýsti því ásamt Björgu Magnúsdóttur. Páskagírinn var allsráðandi, góð músík í bland við spjall um menn og málefni.
Gestir þáttarins í dag voru Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkmaður og leikmaður Vals og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fjölmiðlakona til margra ára en hún vinnur nú að þáttaröðinni Leitin að upprunanum, þriðju seríu.