Björg og Gísli Marteinn fengu til sín ýmsa góða gesti í blaðamannahöllina á keppnissvæðinu í Tel Aviv. Dísa Hafliða frá Iceland Music News, Salóme Þorkelsdóttir, upptöku- og útsendingarstjóri íslenska atriðisins og RÚV, Peter Fenner, allsherjar Eurovision spekingur og Hatara-aðstandendurnir Jórunn Elenóra Haraldsdóttir og Viktor Stefánsson. Einnig komu til okkar þrír fjölmiðlamenn sem rýndu í kvöldið, Laufey Helga Guðmundsdóttir fréttaritari Fáses, Benedikt Bóas Hinriksson frá Fréttablaðinu og Stefán Árni Pálsson frá Vísi. Í lok þáttar kíkti Felix Bergsson farangursstjóri íslenska hópsins til okkar.