Morgunkaffið var í beinni útsendingu frá Tel Aviv á þessum ágæta laugardagsmorgni þegar þrír dagar eru í fyrri undankeppni Eurovision þar sem Hatari stígur á svið í Expo höllinni í borginni. Það er alveg óhætt að segja að þátturinn litist af Eurovision en svo fengu Björg og Gísli Marteinn líka til sín góða gesti. Stjórnmálafræðiprófessorinn Baldur Þórhallsson kíkti í einn rjúkandi kaffibolla og ræddi meðal annars um tengsl pólitíkur og stórviðburða í menningarheiminum. Síðan kom Una Sighvatsdóttir blaðamaður og starfsmaður NATÓ líka í kaffi til okkar en hún hefur á síðasta ári verið útum allan heim við störf sín. Morgunkaffið náði svo einkaviðtali við Darude, manninn sem samdi stórsmellinn Sandstorm og auðvitað fullt af góðri tónlist og góðu stuði.