Þátturinn var í jólaskapi í miðbænum og fékk til sín fjölda góðra gesta sem sögðu okkur frá jólasiðum og stemningu í kringum hátíðirnar. Pétur Gunnarsson rithöfundur sagði okkur frá bók sinni HKL ástarsaga, Ólafur Örn Ólafsson veitingamaður talaði um jólamatinn, Ása Baldursdóttir talaði um jólakvikmyndir og Teitur Magnússon spilaði fallegt lag.