Björg og Gísli Marteinn voru í áramóta- og uppgjörsgír í þætti dagsins, þegar styttist í gamlárskvöld! Hlustendur hringdu inn og sendu sína tillögu að manneskju ársins.
Skaupskonurnar, leikkonur, tónlistarkonur og almennar hæfileikakonur kíktu líka í morgunkaffi, þær Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Katrín Halldóra Sigurðardóttir og ræddu ýmis mál.