Björg og Gísli Marteinn vöknuðu með þjóðinni rétt uppúr klukkan níu, alveg í banastuði. Góð lög spiluð og spjallað um allskyns fólk, fyrirbæri og fréttir. Björg mætti með Cemex kaffivélina sína og hellti uppá sérstakar baunir frá KVÖRN sem vakti mikla lukku samstarfsfélagans.
Gestir dagsins voru uppistandarinn og útvarpskonan Lóa Björk Björnsdóttir frá 101 útvarpi sem og Hjörtur Jóhann Jónsson leikari og Grímuverðlaunahafi.