Gísli Marteinn og Björg voru í þrusu-jólagír í þætti dagsins þegar tveir dagar eru til jóla! Jólalög úr öllum heimshornum léku stórt hlutverk, barnatíminn var á sínum stað og fleira og fleira.
Stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson, sem hefur leikið í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda útum allan heim á árinu, kíkti í kaffi og fór yfir stöðuna. Annan í jólum verður svo Ófærð 2 frumsýnd þar sem Ólafur Darri fer með eitt af aðalhlutverkunum.