Í þættinum í dag komu tveir gestir sem eiga það sameiginlegt að vera bæði skemmtikraftar og bæði með ættarnafn! Sigríður Thorlacius, söngkona Hjaltalín og Sólmundur Hólm uppistandari. Þau fóru yfir nýja uppistandssýningu Sóla, nýtt lag frá Hjaltalín og væntanlega stórtónleika í Eldborgarsal Hörpu.
Gísli Marteinn og Björg voru í dálitlum Söngvakeppnisgír enda seinna undanúrslitakvöldið í kvöld í Háskólabíói. Lögin, sem verða á sviðinu í kvöld, voru spiluð og ýmsar Euro-perlur rifjaðar upp.