Fyrsti þáttur sumarsins, formlega séð allavega, var í dag 1. júní. Gísli Marteinn og Björg voru í sólskinsskapi enda veður gott og landsmenn komnir í góðan gír almennt séð. Sumarsmellir, gamlir og nýir, voru settir á fóninn. Gestir dagsins voru þau Sigyn Blöndal fjölmiðlakona og Karl Sigurðsson forritari og Baggalútur. Þau ræddu um heima geima og voru hin hressustu.