Morgunkaffið heilsaði með bros á vör fyrstu stóru sumarhelgi ársins. Sól og blíða um land allt, tja mögulega fyrir utan Glettinginn góða á Austurlandi. Rykið var dustað af Barnahorninu og við heyrðum í hlustendum og spiluðum óskalög.
Gestir dagsins voru þau Sonja Grant kaffifrumkvöðull og alþjóðlegur kaffibarþjónn sem og Sindri Jensson eigandi Húrra Reykjavík, Flatey og alhliða athafnamaður. Þau fóru um víðan völl, Sonja kom með sitt eigið dásamlega kaffi og Sindri peppaði sig vel fyrir leik með fótboltaliði KR síðar í dag.