Flugur

Nýleg og eldri íslensk lög


Listen Later

Í þættinum eru leikin lög úr ýmsum áttum, ný og gömul. Fyrsta lagið heitir Draumsýn og er eftir Hörpu Þorvaldsdóttur. Hún syngur það með saxófónleikaranum Kristni Svarssyni og félögum. Hún syngur tvö frumsamin lög til viðbótar með hljómsveitinni Brek, en það eru lögin Athvarf og Soaring Crow. Kristinn Svavarsson og Kristjana Stefánsdóttir flytja lagið Í fjarska eftir Kristinn og hann leikur svo lagið Samferða eftir Magnús Eiríksson. Pálmi Gunnarsson syngur tvö lag, annarsvegar Ég skal breyta heiminum og hinsvegar Í tímavél. Síðan syngur Mjöll Hólm lögin Gamli rokkarinn og Vornætur eftir Ingva Þór Kormáksson og lokalagið er Næturljóð - Gleymdu því aldrei góð sem Hjördís Geirsdóttir syngur.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

FlugurBy RÚV