Víðsjá

Paul Lydon Umvafin loforðum, Mér líður ágætlega en gæti liðið betur, Bögglapóststofan

02.13.2024 - By RÚVPlay

Download our free app to listen on your phone

Download on the App StoreGet it on Google Play

Tónlistarmaðurinn Paul Lydon var að gefa út plötuna Umvafin loforðum og heldur tónleika í Mengi í næstu viku. Paul hefur spilað á píanó síðan hann var unglingur í Boston en hann fluttist hingað til lands fyrir 30 árum síðan, nánast fyrir tilviljun. Paul, sem einnig þýðir ljóð úr persnesku, er heillaður af íranskri tónlist og þau áhrif, auk írskra róta hans, segir hann vera undirliggjandi í tónsmíðunum. Við ræðum við Paul í þætti dagsins.

Einnig verður rætt við Braga Ólafsson um bók sem hann gaf út 2014 í samstarfi við leigufélagið Gamma, og sem var aðeins dreift til starfsmanna og viðskiptavina þess.

Og Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í smásagnasafn Lydiu Davis, Mér líður ágætlega en mér gæti liðið betur sem kom út í íslenskri þýðingu Berglindar Ernu Tryggvadóttur í vetur.

More episodes from Víðsjá